miðvikudagur, 20. mars 2013

Yndisgróður - Samanburður á runnaklónum fyrir skjólbelti

20. mars 2013


Runnagróður er mikilvægur þáttur í uppbyggingu skjólbelta til að halda þeim
þéttum niður að jörðu þar sem hávaxnari trjátegundir verða flestar gisnar að
neðan með aldrinum. Runnar sem mynda eiga varanlegt neðsta lag í blönduðum
skjólbeltum þurfa að vera skuggþolnir, úthaldsgóðir og hafa endurnýjunarhæfni.
Standi runnar mjög áveðurs reynir meira á vindþol, saltþol og rótarfestu þeirra.
Þar henta því fremur frumherjategundir, þær eru hinsvegar almennt ljóselskar
og koðna gjarnan niður við samkeppni og skuggavarpi hávaxnari tegunda. Því
getur það verið kostur fyrir slíkar runnategundir að skríða lítillega til hliðar og
þannig endurnýja sig.
Í safni Yndisgróðurs eru yfir 500 yrki af um 175 tegundum og þar af um 76
harðgerð yrki af 43 tegundum sem fullnægja að einhverju eða verulegu leyti
þeim kröfum sem gerðar eru til skjólbeltaplantna.

Greinina má nálgast hér. Hún birtist fyrst í Riti Mógilsár nr.27/2013.


Source: http://yndisgrodur.lbhi.is/pages/2604

Powered by Reader2Blogger

Engin ummæli:

Skrifa ummæli