mánudagur, 28. janúar 2013

Barrtré / köngultré

coniferous: of or relating to or part of trees or shrubs bearing cones and evergreen leaves. (Vocabulary.com)

Barrtré bera nálar í stað laufblaða, en á yrkja.is segir að nálarnar séu "í raun upprúlluð laufblöð". Þau blómstra ekki né bera ávexti, heldur köngla (að frátöldum eininum). Eftirfarandi er listi leikmanns yfir barrtré:

enska/latneska heitið - íslenska heitið

spruce/Picea – greni

larch/Larix – lerki

fir/Abies – þinur

pine/Pinus – fura

hemlock/Tsuga – þöll

Juniper/Juniperus – einir

Douglas-fir/Pseudotsuga – Douglasgreni*

(* einnig þekkt sem degli, dögglingsviður/döglingsviður, douglasviður, þallarbróðir og myrkárþöll /-þöllur.)

Af sígrænum plöntum má einnig nefna ývið (Taxus baccata), buxus (Buxus) og sýprus (Chamaecyparis).
-----

ÁHB skiptir þallarættinni í eftirfarandi undirættir og ættkvíslir:
Pinoideae: Pinus (furur).

Piceoideae: Picea (greni).

Laricoideae: Larix (lerki), Cathaya (sínaviðir) og Pseudotsuga (döglingsviðir).

Abietoideae: Abies (þinir), Cedrus (sedrusviðir), Keteleeria (ketuviðir), Nothotsuga (blendingsþallir), 

Pseudolarix (ljómalerki) og Tsuga (þallir).

-----
Smella má á myndirnar hér að neðan til að stækka þær.
Marþöll í Kópavogi
Hvítþinur í Lystigarði Akureyrar.
Blágreni í Garðabæ.
Döglingsviður (Douglasgreni) við Mógilsá
Sitkagreni í Kópavogsdal
Rússalerki í Kópavogsdal
Stafafurur í Brekkuskógi

Engin ummæli:

Skrifa ummæli