fimmtudagur, 31. október 2013

Ísaldarminjar í Heiðmörk

Útdráttur úr grein Jóns Jónssonar jarðfræðings í Ársriti Skógræktarfélags Íslands 1975, Heiðmörk, jarðfræðilegt yfirlit:

Ein af þeim ísaldarminjum í Heiðmörk, sem maður hvað fyrst veitir athygli eru fágaðar grágrýtisklappir, hvalbök. Að norðan eða öllu heldur norðvestan eru klappirnar oft í bröttum stöllum og víða má sjá björg og stundum heilas tuðla, sem ísinn hefur rifið úr klöppunum en ekki megnað að færa nema fáa metra og stundum hefur hann aðeins náðað losa lítillega um stuðlana en ekki fært þá úr stað. Í gagnstæða átt er halli klappanna aflíðandi. Sýnir þetta straumstefnu jökulsins en oft má marka hana enn betur af rispum eða rákum á bergfletinum. Þessar rákir eru eftir steina, sem voru í botni jökulsins og ristu þessar rúnir í bergið um leið og ísinn skreið fram. Í Heiðmörk er stefna rákanna norðvestlæg og sýnir það straumstefnu jökulsins á lokastigi ísaldar. Einstaka sinnum sér maður á klöppunum steina þá sem gert hafa rákirnar, endar þá rákin undir steininum. Þetta má sjá á a.m.k. tveim stöðum í ofanverðri Heiðmörk en ekki skal það nánar til tekið hér. Stórir steinar liggja víða á þessum íssorfnu klöppum og eru slík björg nefnd grettistök. Þau eru allvíða í Heiðmörk. Stundum finnur maður hálfmána-formaðar grópir, sem liggja nær hornrétt í stefnu ísrákanna. Þær eru nefndar jökulgrópir (Einarsson 1968). Þær eru til í Heiðmörk en ekki mjög venjulegar.

Þegar jökullinn bráðnar verður eftir það efni sem í ísnum var bæði í botni jökulsins, inni í ísnum og á yfirborði hans. Þetta myndar það, sem venjulega er nefnt jökulurðir en ekki er það ævinlega réttnefni og væri jökulset oft nær sanni og svo er víða og jafnvel víðast í Heiðmörk utan þess, sem þegar hefur verið nefnt. Jökulurðin er yfirleitt ólagskipt og samanstendur af möl, sandi og leir ásamt steinum í öllum stærðum. Oft eru steinarnir rákaðir og mjög oft rúllaðir og bera þess merki að hafa rúllast í vatni en mikill vatnagangur hefur að sjálfsögðu verið í jöklinum og við hann á lokastigi tilveru hans, er því eðlilegt að allt sé í hrærigraut á slíkum stöðum bæði jökulurðir og vatnaset. Myndanir af þessu tagi eru undirstaða gróðurs í Heiðmörk. Víða er þar jökulurðin ber og með sérkennilegum gráum lit. Á vorin þegarefsta lag hennar hefur náð að þiðna er illfært um hana sökumaurbleytu. Jökulurðir eru um alla Heiðmörk en einna mestáberandi á svæðinu báðum megin vegarins vestur umTungur sunnan Hjalla en á því svæði hefur uppblástur eytt jarðvegi svo á köflum er örfoka land. Víðast hvar annarsstaðar í Heiðmörk er jökulurðin hulin mold og gróðri en stærstu steinar standa upp úr. [-]
Ísaldarmenjar á Keldudalsheiði (á Fellsmörk í Mýrdal), ljósmyndari: eirasinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli