Skemmdir á alaskavíði
Víða
um land ber töluvert á skordýraskemmdum á trjágróðri, til dæmis eftir
birkikembu sem hefur herjað á höfuðborgarsvæðinu og sumstaðar á
Suðurlandi. Að undanförnu hafa komið í ljós miklar skordýraskemmdir á
alaskavíðibeltum við Gunnarsholt. Skjólbelti sem nær frá þjóðveginum upp
að Gunnarsholti er lauflítið og víða nær lauflaust.
Sömu sögu er að segja víðar, til dæmi á Reyðarvatni skammt austan við Gunnarsholt. Alls er þarna um að ræða allnokkra tugi kílómetra af skjólbeltum. Alaskavíðirinn er ein röð af þremur tegundum, en það sér mun minna á alaskaösp og viðju í hinum röðunum. Orsakavaldurinn er lirfa haustfeta. Athuganir á skemmdu laufi hafa sýnt að þar eru nær einvörðungu haustfetalirfur en sáralítið hefur fundist af öðrum tegundum sem sækja í víði, til dæmis víðifeta. Lirfa haustfetans er á ferli fyrrihluta sumars og nú eru lirfurnar nær fullvaxta og eru að fara að púpa sig. Fiðrildin skríða svo úr púpu að haustinu og verpa.
Þessi sömu skjólbelti skemmdust einnig mikið í fyrra og þá fundust einnig haustfetalirfur í laufi. Sá víðir sem skemmdist mest í fyrra laufgaðist illa í vor og sumar plöntur alls ekki. Hætta er á að plöntur sem verða fyrir svona faraldri ár eftir ár kali illa og jafnvel drepist.
Alaskavíðir á Reyðarvatni mikið étinn af haustfeta.
Lauflaus víðir við veginn upp að Gunnarsholti. Þessi víðir skemmdist einnig mikið í fyrra.
Haustfetalirfa á Reyðarvatni
Sömu sögu er að segja víðar, til dæmi á Reyðarvatni skammt austan við Gunnarsholt. Alls er þarna um að ræða allnokkra tugi kílómetra af skjólbeltum. Alaskavíðirinn er ein röð af þremur tegundum, en það sér mun minna á alaskaösp og viðju í hinum röðunum. Orsakavaldurinn er lirfa haustfeta. Athuganir á skemmdu laufi hafa sýnt að þar eru nær einvörðungu haustfetalirfur en sáralítið hefur fundist af öðrum tegundum sem sækja í víði, til dæmis víðifeta. Lirfa haustfetans er á ferli fyrrihluta sumars og nú eru lirfurnar nær fullvaxta og eru að fara að púpa sig. Fiðrildin skríða svo úr púpu að haustinu og verpa.
Þessi sömu skjólbelti skemmdust einnig mikið í fyrra og þá fundust einnig haustfetalirfur í laufi. Sá víðir sem skemmdist mest í fyrra laufgaðist illa í vor og sumar plöntur alls ekki. Hætta er á að plöntur sem verða fyrir svona faraldri ár eftir ár kali illa og jafnvel drepist.
Lauflaus víðir við veginn upp að Gunnarsholti. Þessi víðir skemmdist einnig mikið í fyrra.
Haustfetalirfa á Reyðarvatni
Engin ummæli:
Skrifa ummæli