fimmtudagur, 7. ágúst 2014

Hvenær er best að klippa trjágróður?

Frekar seint er að klippa tré og runna þegar komið er fram í ágúst, fyrir utan víði og ösp. Trén eru að ljúka vexti og ganga frá brumum fyrir veturinn.

Sumarklipping er gerð tímabilið 20. júní til 20. júlí, þá nær gróðurinn að ljúka vextinum á eðlilegum tíma.

Formklippingar og stærri inngrip er best að ráðast í að vetri til (febrúar og mars) á meðan gróðurinn er lauflaus.

Að mestu byggt á þjóðráðum H. Hafliðasonar

Limgerði með kasmírreyni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli