mánudagur, 4. ágúst 2014

Lítið um ertuyglu

Minna er um ertuyglu þessa dagana en á sama tíma síðustu sumur. Ertuygla lifir einkum á plöntum af belgjurtaætt (ertuætt) en leggst einnig talsvert á annan gróður. Alaskavíðir er henni t.d. vel að skapi.

Árið 2007 fór hún að gera vart við sig fyrr en áður, í lok júlí, en hafði í mörg sumur fram að því verið mest áberandi í ágúst og september, eins og sagt er frá í frétt á vef Hekluskóga 24. júlí 2008:
Yglurnar hafa fundist í miklu magni víða um Suðurland síðustu ár og þá í ágúst og september. Hafa þær þá verið svo seint á ferðinni, að flestar trjátegundir hafa verið búnar að mynda brum og hausta sig. Hafa tré því sjaldnast beinlínis drepist af völdum yglunnar, heldur hefur þetta hægt á vexti eða valdið kali þegar trén hafa reynt að mynda nýja sprota.
Nú virðast ertuyglurnar þó vera heldur fyrr á ferðinni en síðustu sumur og hugsanlega í meira magni. 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli