mánudagur, 11. nóvember 2013

Rök gegn skógrækt á Íslandi

Það eru í reynd engin haldbær rök gegn skógrækt á Íslandi almennt, þótt færa megi rök gegn skógrækt á einstaka stöðum. Grípum niður í einn kafla í grein Jónasar Jónssonar, Hugleiðingar um skógrækt, í Skógræktarritinu 1972-3:
AFSTAÐA TIL SKÓGRÆKTAR
Það er staðreynd, að í afstöðu sinni til skógræktar skiptast menn all mjög í flokka hér á landi. Sumir eru henni mjög fylgjandi og fullir af áhuga fyrir henni og af vissu fyrir því, að hún eigi hér ekki aðeins rétt á sér, heldur hafi einnig miklu hlutverki að gegna. Aðrir, sem minna til þekkja, eru áhuga- og trúlitlir. Enn aðrir eru henni beinlínis andsnúnir, þeir eru þó langfæstir og gera skógrækt síst meira mein en ýmsir þeir áhugalitlu, sem játa gildi skógræktar með vörunum. 
Þessi mismunandi afstaða stafar að verulegu leyti af því, hvað fólk þekkir raunverulega lítið til skógræktar hér á landi. Allt of fáir þekkja af eigin raun árangur skógræktarstarfanna, hvaða möguleika við höfum til að klæða landið skógi, og hvert gildi það hefði fyrir landið og þjóðfélagið.
Jónas er m.a. fv. formaður Skógræktarfélags Íslands 1972—1981 og Búnaðarmálastjóri 1980—1995.

Í Brekkuskógi.Engin ummæli:

Skrifa ummæli