Það þýðir að Kjarnaskógur er 60 ára í ár.
Áfram segir í umfjöllun Laufblaðsins:
Fyrst var hafist handa við útplöntun í maí 1952, en þá var gróðursett birki neðst og austast á athafnasvæðinu. Þær plöntur eru nú beinvaxinn birkiskógur að meðalhæð um 6 metrar. Flatarmál hins friðaða lands var um 100 hektarar. Fyrstu árin var gróðursetningarstarfið aðallega í höndum sjálfboðaliða. Áhugafólkið mætti eftir vinnu á kvöldin og um helgar, skátar, starfsmannafélög, karlakórar og ýmsir klúbbar lögðu hönd á plóginn. Árangurinn af skógræktarstarfinu er nú löngu kominn í ljós. Kjarnaland sem var, heitir nú Kjarnaskógur og er fjölsótt útivistarsvæði. Árið 1972 gerðu Akureyrarbær og Skógræktarfélag Akureyrar með sér samning um rekstur útivistarsvæðis í Kjarnalandi. Skógræktarfélagið afhenti bænum svæðið nær fullplantað en tók að sér að sjá um skipulagningu og framkvæmdir við að gera Kjarnaland að útivistarsvæði fyrir bæjarbúa.
Fjöldi gesta virðist haldast sá sami milli 1992 og 2001, sbr. eftirfarandi mynd af kjarnaskogur.is:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli