Það er sem sagt komið ALVÖRU vorhret 13. maí 2012 !!! Vindfrost er versta gerðin á nýlaufgaðan gróður, bæði tré og blóm. Öll blöð sem lenda í slíku verða svört, visna og detta af, en vaxtarpunkturinn lifir yfirleitt af og sendir út ný blöð. Sem sagt smá tímabil sem allt verður frekar dapurlegt eftir veðrið. Ég læt sem það sé komið sumar og held áfram að vinna samkvæmt dagatalinu, en ætla samt að vona að ég þurfi ekki að fara í Pollýönnuleik í þrjár vikur aftur eins og í fyrravor. Leggjumst á bæn. Gróðurinn stendur þetta af sér og hlífir okkur áfram. Alveg get ég dáðst að trjánum hvað þau þola mikið.
Source: http://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=404940736195387&id=218669008155895
Powered by Reader2Blogger
|
mynd fengin að láni af 9gag.com |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli