Hinn 23. nóvember 1991 var sýndur þáttur í beinni útsendingu á RÚV undir nafninu "Landið fýkur burt". Um var að ræða skemmti- og fræðsluþátt til fjáröflunar fyrir landgræðsluátak og var þar fjallað um gróðureyðingu og uppgræðslu.
Þátturinn, sem er klukkutími að lengd, er aðgengulegur á
youtube.com/watch?v=N2I-Gyc4oIY. Fjallað er um lúpínuna í kynningarmyndbandi sem sýnt er í þættinum á 22. mínútu. Myndefnið er fallegt og frásögnin fer hér:
Lúpína hentar vel til uppgræðslu gróðurvana lands eða til að bæta jarðveginn fyrir aðra ræktun. Velja þarf uppgræðslustaði gaumgæfilega því að lúpína getur breitt mjög ört úr sér þar sem land er ekki algróið. Landið verður að vera friðað fyrir beit eins og þegar um trjáplöntun er að ræða. Raunar getur það tvennt farið saman, ef þess er gætt, að lúpínan kaffæri ekki litlar trjáplöntur. Ekki má planta eða sá lúpínu í þjóðgarða, né í grennd við aðrar náttúruperlur landsins.
Landgræðsla ríkisins hefur verið réttilega gagnrýnd fyrir að huga stundum ekki að því að dreifing á fræi og áburði er harla tilgangslaus ef kindur í lausagöngu hafa óskertan aðgang að svæðunum sem verið er að græða upp. Sömuleiðis má gagnrýna stofnunina fyrir óþarflega ströng viðmið við notkun lúpínu til uppgræðslu. Í dag
miðar stofnunin við að nota hana einungis á samfelldar og mjög stórar eyðimerkur:
Alaskalúpínu skal eingöngu nota á stórum, samfelldum sanda-, vikra- og melasvæðum þar sem sjálfgræðsla er lítil og uppgræðsla, skógrækt eða önnur ræktun er mjög kostnaðarsöm eða erfiðleikum bundin, nema alaskalúpína sé notuð. [---] Dreifing alaskalúpínu skal takmarkast við samfelld, sendin rofsvæði (rofstig 4 og 5) sem eru a.m.k. 500 ha að stærð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli