fimmtudagur, 16. janúar 2014

Ágengar plöntutegundir sem virða girðingar

Pawel Wasowicz, grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), flutti nýlega erindið Alien vascular plants in Iceland: past, present and future í húsnæði stofnunarinnar.

Pawel hefur, í störfum sínum undanfarið, gengið út frá því að tiltekin plöntutegund, sem ekki var hluti af íslensku flórunni fyrir einhverjum 150 árum eða svo, hafi neikvæð áhrif á líffræðilega fjölbreytni í íslenskum vistkerfum. Hér er um að ræða lúpínuna. Rannsóknir styðja ekki þessa forsendu Pawels.

Hér að neðan eru þrjár myndir. Fyrstu tvær sýna líffræðilega fjölbreytni vinstra megin en landgræðslujurt, sem Pawel telur ágenga, hægra megin. Þriðja myndin sýnir tegund sem ekki telst framandi samkvæmt skilgreiningum Pawels og engum hjá NÍ hefur dottið í hug að ræða um hvort hún teljist ágeng (hafi neikvæð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika).

Mynd: Jóhannes Baldvin Jónsson - Vinir lúpínunnar, október 2012.
Upprunalegur myndatexti: "Um þessa girðingu liggja veðraskil
ef ég skil suma rétt. Myndin er tekin við Hraun á Skaga."
Mynd: Ólafur Ingólfsson, janúar 2014.
Mynd: Sigurður Arnarson - Vinir lúpínunnar, júlí 2011.
Upprunalegur myndatexti: "Fé í landi sem ekki þolir beit."

Engin ummæli:

Skrifa ummæli