þriðjudagur, 20. maí 2014

Skogur.is: Fræmiðstöð Skógræktarinnar - Fræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi

Af vef S.r.:
Nýr uppfærður frælisti er nú kominn á vef Skógræktar ríkisins. Frælistinn er lagfærður reglulega eftir því sem berst af fræi í fræbanka Skógræktarinnar í fræmiðstöðinni á Vöglum í Fnjóskadal. Nýr hnappur fyrir frælistann hefur verið settur á forsíðu vefsins skogur.is. 
Á Vöglum í Fnjóskadal er fræmiðstöð Skógræktar ríkisins og þar er líka framleitt fræ af úrvalsbirki og lerkiyrkinu Hrym í stóru gróðurhúsi sem kallað er Fræhúsið. Fræmiðstöðin á Vöglum selur trjáfræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi. Á listanum er nú til dæmis fræ af ilmbjörk frá 21 stað á Íslandi (Betula pubescens), steinbjarkarblendingur frá Tumastöðum og úr Múlakoti (Betula ermanii x pubescens), nokkrar tegundir af elri frá sömu stöðum, mest af sitkaelri (Alnus sinuata). Nefna má auk ilmreynis knappareyni (Sorbus americana) og úlfareyni (Sorbus x hostii), auðvitað líka hið frábæra lerkiyrki ,Hrym' og svo mýrarlerki, líka fjallaþin, rauðgreni og að sjálfsögðu sitkagrenifræ sem tekið hefur verið af trjám á einum tíu stöðum hérlendis. Nokkrar furutegundir eru á listanum og loks er gaman að nefna fræ af tveimur tegundum eðallauftrjáa sem þarna eru á lista. Þar er bæði askur (Fraxinus excelcior) og garðahlynur (Acer pseudoplatanus). Fræin eru af trjám sem vaxa á Tumastöðum og í Múlakoti. 
[...] 
Nokkuð hefur borið á því að jafnvel reynt ræktunarfólk viti ekki af þessari þjónustu Skógræktar ríkisins og því er vakin sérstök athygli á henni hér. Þjónusta fræmiðstöðvarinnar er öllum opin og aðgengileg.
---
Svokallað fræhús - mynd af skogur.is.
Brot af frælistanum 2014.

Hnappurinn á forsíðu S.r.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli