þriðjudagur, 15. janúar 2013

Stórþinur - Norðurlandsskógar - Mynd viku

15. janúar 2013

Stórþinur (15.01. 2013)
Skógarbændur á Norðurlandi sem stunda nám í Grænni skógum II, fóru í námsferð til Danmerkur sl. haust. Ein af þeim trjátegundum sem hópnum var sýndur var stórþinur (Abies grandis) Þessi tegund vex gríðarlega hratt, en árlegur vöxtur á hektara er um 40 m3 til samanburðar vex rauðgreni um helmingi minna eða um 20 m3 á ári. Viður stórþins er hins vegar mjög lélegur og til lítils nýtilegur þar sem hann er mjög laus í sér. Danir flytja megnið af stórþininum út til Indlands þar sem hann er nýttur með ýmsum hætti.
Permalink[1] | View Entire Page[2]

References
^ Permalink (page2rss.com)
^ View Entire Page (page2rss.com)

Source:http://page2rss.com/p/9e6080c16f4ae3a447cbb54a8c6182c9_6325881_6337659

Powered by Reader2Blogger

Engin ummæli:

Skrifa ummæli