þriðjudagur, 22. janúar 2013

Garðheimar - Garðanördinn - umpottun pottaplantna

22.01.2013
Umpottun pottaplantna

Nú er sól farin að hækka á lofti og þá þarf að huga að umpottun á pottaplöntunum. Umpottun ætti aðallega að fara fram í febrúar eða mars, c.a annað hvert ár, en það fer eftir tegundum og vexti. Þegar keyptar eru nýjar plöntur þarf ekki að umpotta þær það árið. Það er auðvelt að sjá hvort plantan þarfnast umpottunar, það er hægt að athuga það með því að losa plöntuna úr pottinum. Ef ræturnar fylla út í pottinn og sést nánast engin mold, eða að ræturnar eru farnar að vaxa í hringi (komin rótarflækja) þá er alveg nauðsynlegt að umpotta. Ef einhver mold er sjáanleg setjið þá plöntuna aftur í pottinn með viðbættum jarðvegi og hagræðið henni vel. Ef rætur fara að vaxa í gegnum botngatið á pottinum og vöxtur verður hægur, þá er allur áburður búin úr jarðveginum og plantan nær ekki lengur súrefni, jarðvegurinn orðin alltof þéttur og skilar þess vegna ekki eðlilegum vexti. Nú er sól farin að hækka á lofti og þá þarf að huga að umpottun á pottaplöntunum. Umpottun ætti aðallega að fara fram í febrúar eða mars, c.a annað hvert ár, en það fer eftir tegundum og vexti. Þegar keyptar eru nýjar plöntur þarf ekki að umpotta þær það árið. Það er auðvelt að sjá hvort plantan þarfnast umpottunar, það er hægt að athuga það með því að losa plöntuna úr pottinum. Ef ræturnar fylla út í pottinn og sést nánast engin mold, eða að ræturnar eru farnar að vaxa í hringi (komin rótarflækja) þá er alveg nauðsynlegt að umpotta. Ef einhver mold er sjáanleg setjið þá plöntuna aftur í pottinn með viðbættum jarðvegi og hagræðið henni vel.

[...]

References
^ Umpottun pottaplantna (www.gardheimar.is)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli