þriðjudagur, 8. janúar 2013

Heit- kaldörvun

[...] Heit- kaldörvun:
a. Fræið er tekið úr berjum ef þörf er á því (t.d. reynir, rósir o.fl.) og látið standa í vatni í tvo sólarhringa. Oft eru í fræunum efni sem hindra spírun. Þessum efnum þarf að eyða, þau skolast út í vatnið.
b. Fræið er geymt rakt í 2-4 vikur við stofuhita (15-25°C). Sennilega er heppilegast að blanda fræið með jafnmiklu af hreinum og rökum vikursandi eða sphagnum mosa til að forðast myglumyndun í heitörvuninni. Sandinn eða mosann má sótthreinsa áður (hita í bakarofni í 1 klst. Við 60-70°C).
c. Fræið (ásamt sandinum/mosanum ef við á) er geymt í plastpoka í kæliskáp við 2-5°C hita í 90-120 daga.
Varast skal að láta fræið þorna, en samt má það ekki liggja í vatni. Það er mjög mikilvægt að fræið sé alltaf rakt.
Ég vona að þessar upplýsingar komi ykkur að gagni og veiti ykkur hér með leyfi til að nota þær, en að sjálfsögðu að því tilskildu að málfræðin sé leiðrétt.
-Þórarinn Benedikz, Mógilsá

Source: http://www.grodur.is/index.php/component/content/article/141-raegjoef-vor/43-medlun-trjfyrir-sngu---

Til eru ýmsar aðferðir við að "búa til vetur" fyrir fræ, eins og lesa má um á netinu. Tillaga að leitarorðum: easy cold stratification. Hér eru fínar leiðbeiningar þar sem mælt er með því að nota aðeins nokkra dropa af vatni í plastpoka með sandi og fræjum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli