fimmtudagur, 8. mars 2012

Mynd viku - Norðurlandsskógar

Norðurlandaskógur - mynd vikunnar 8. mars 03:26

Súlublæösp (08.03. 2012)

Súlublæösp (Populus tremula 'Erecta') er hentugt tré í minni garða, allavega mun hentugra en hin plássfreka frænka hennar alaskaöspin. Súlublæöspin er grannvaxin með súlulaga trjákrónu sem ekki verður breiðari en 1 meter. Hæð hennar í heimkynnum verður allt að 10-15 m. Þetta afbrigði er karlkyns klónn. Tréð er upprunnið í Vestur -Gautlandi í Svíþjóð, fannst þar árið 1847. Í Skandinavíu er hún talsvert notuð og þá við götur, innkeyrslur og í kirkjugörðum.

Myndin hér til hliðar var tekin á Akureyri síðastliðið sumar.

Heimild:Ólafur Njálsson (1994) Tré og runnar, fjölrit.


Powered by Reader2Blogger

Engin ummæli:

Skrifa ummæli