Vinna við frjóvgun á kynbættu lerki hafin (30. 03. 2012). Í fræhúsinu á Vöglum í Fnjóskadal er þessa dagana verið að vinna við frjóvgun milli valdra einstaklinga af rússalerki og evrópulerki. Blendingurinn sem af fræinu kemur hefur reynst vel í ræktun og er kallaður Hrymur. Það er Þröstur Eysteinsson fagmálastjóri Skógræktar ríkisins sem hefur veg og vanda af fræframleiðslunni. Á þessum tíma, ár hvert, fer fram frjóvgun í húsinu en þá er frjókornum víxlað milli tegundanna. Fyrst þarf að safna frjókornum af báðum tegundum, bera það svo á milli og frjóvga kvenblóm af gagnstæðri tegund. Frjókornum er safnað á hvít pappírsblöð með því að slá létt á greinar með karlblómum og losa þau þannig úr. Síðan þarf að pensla kvenblómin með frjókornunum. Myndirnar hér að með sýna verkferillinn við frjóvgunina.
| |
|
| |
| |
| |
|
|
|
Engin ummæli:
Skrifa ummæli