laugardagur, 31. mars 2012

Mynd viku - Norðurlandsskógar

Norðurlandsskógar

Vinna við frjóvgun á kynbættu lerki hafin (30. 03. 2012).  Í fræhúsinu á Vöglum í Fnjóskadal er þessa dagana verið að vinna við frjóvgun milli valdra einstaklinga af rússalerki og evrópulerki. Blendingurinn sem af fræinu kemur hefur reynst vel í ræktun og er kallaður Hrymur. Það er Þröstur Eysteinsson fagmálastjóri Skógræktar ríkisins sem hefur veg og vanda af fræframleiðslunni. Á þessum tíma, ár hvert, fer fram frjóvgun í húsinu en þá er frjókornum víxlað milli tegundanna. Fyrst þarf að safna frjókornum af báðum tegundum, bera það svo á milli og frjóvga kvenblóm af gagnstæðri tegund. Frjókornum er safnað á hvít pappírsblöð með því að slá létt á greinar með karlblómum og losa þau þannig úr. Síðan þarf að pensla kvenblómin með frjókornunum. Myndirnar hér að með sýna verkferillinn við frjóvgunina.

Kvenblóm evrópulerkis - tilvonandi köngull



Slegið létt á greinina til þess að losa frjókorn karlblómsins

Búið að safna nokkru magni af frjókornum evrópulerkis

Síðan er frjókornum penslað á kvenblóm rússalerkis - Þröstur Eysteinsson með pensilinn

Séð yfir fræhúsið á Vöglum þegar vinna var í gangi





References

  1. ^ Permalink (page2rss.com)
  2. ^ View Entire Page (page2rss.com)

Source:http://page2rss.com/p/9e6080c16f4ae3a447cbb54a8c6182c9_5916261_5918987
Powered by Reader2Blogger

Engin ummæli:

Skrifa ummæli